Lægra verð á ýsu

Á aðalfundi LS gerði Örn Pálsson framkvæmdastjóri verðlækkun á ýsu að umtalsefni.  Í ræðu hans kom m.a. fram að verð á mörkuðum í ágúst – september væru nú 21% lægri en á sama tíma í fyrra (351 kr/kg í 277 kr/kg).
Í ræðu sinni velti Örn upp hugsanlegum ástæðum fyrir þessari verðlækkun og þeirri miklu ábyrgð sem ráðherra bæri þegar hann tæki ákvörðun um árlegan heildarafla í hverri tegund.  Það væri því afar brýnt að hlustað væri á þá aðila sem ættu allt sitt undir því að fara varlega –  sjómenn og útgerðarmenn.  
Döpur tíðindi
Fundur Hafrannsóknastofnununar með hagsmunaaðilum í júní 2014 um ástand nytjastofna var ekki uppörvandi.  Einkum var það vegna dapra tíðinda um arfa slaka nýliðun enn eins ýsuárgangsins.  Hann væri sjá sjötti í samfeldri röð lélegra árganga.  Árgangarnir 2008 – 2013 stæðu vart undir hærri afla en 23 þús. tonnum næstu árin.
„Vegna lélegrar nýliðunar munu stofnstærð og afli minnka enn frekar á komandi árum.
eins og segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar frá júní 2014.
Tillaga stofnunarinnar var að heildarafli í ýsu yrði skertur um 20%.  Ráðherra fór að tillögum hennar og gaf út 30.400 tonn sem leyfilegan heildarafla fyrir fiskveiðiárið 2014/2015.
Landssamband smábátaeigenda gagnrýndi ákvörðunina og benti á marktækan mun á mælingum úr haust – og vorralli.  Haustrallið endurspeglaði betur það sem sjómenn upplifðu á miðunum þar sem hvert heimsmetið af fætur öðru var slegið í ýsuafla hjá línubátum árin 2013 og 2014.  LS óskaði eftir að útreikningar og ráðgjöf tæki því fremur mið af haustrallinu.  Ekki var fallist á ósk LS. 
40% sveifla á 2 árum
Í júní síðast liðnum hlýddu hagsmunaaðilar á vísindamenn Hafrannsóknastofnunar fara yfir ástandið á ýsunni.  Gera mátti ráð fyrir válegum tíðindum miðað við fundinn 2014.  Það kom því öllum á óvart að ekki var minnst á niðurskurð á heildarafla ýsu.  Niðurstaðan var eftirfarandi:
„Samkvæmt núverandi stofnmati gefur 40% aflaregla 36.400 tonn á fiskveiðárinu 2015/2016. 
Ýsukvótinn var því aukinn um 20%.  40% sveifla í ráðgjöf á 2 árum.
Screen Shot 2015-10-26 at 13.15.06.jpg
Markaðurinn bregst við 
Í ræðu sinni beindi Örn sjónum sínum að hugsanlegum viðbrögðum hjá innkaupaaðilum stórmarkaðanna við lestur á svartri skýrslu Hafró 2014.
„Setjum okkur nú í spor erlends stórmarkaðs sem kaupir héðan ýsu.  Hvernig bregst hann við þegar hann sér þetta?  Jú – minna framboð næstu árin – hærra verð.  Ég leita á ný mið.
Í dag standa seljendur héðan í þeim sporum að finna markaði fyrir óvænta 20% aukningu í ýsu.  Hugsanlega er það skýringin á þeirri verðlækkun sem nú hefur því miður orðið.
Sjá n ánar ræðu Arnar