Litlar breytingar á olíuverði

OLÍS býður áfram lægsta verð á litaðri olíu frá bátadælu.  Verðið er óbreytt frá síðasta mánuði 122,60 krónur fyrir lítrann m. vsk.   Frá síðustu athugun eru OLÍS og N1 með óbreytt verð en Skeljungur hefur lækkað sitt verð um 1 krónu.
Mismunur á hæsta og lægsta verði hefur minnkað um 1 krónu á milli mánaða og er nú 2,20 kr.
Eins og í fyrri könnunum eru öll verð án afsláttar.
Félagsmenn eru eins og áður hvattir til að bera verðið sem hér er birt saman við þann afslátt sem þeir fá.
Verð á lítra 26. október 2015
OLÍS 122,60 kr / lítri
N1         124,80 kr / lítri
Skeljungur 124,80 kr / lítri
Screen Shot 2015-10-27 at 09.17.08.png
LS hefur nú birt mánaðarlega í eitt ár olíuverð og miðlað til félagsmanna.  Grafið sýnir þróunina á ársgrundvelli – Meðalverð á lítra á litaðari skipagasolíu – rauði ferillinn.   Blái ferillinn er sýnir þróun á sölugengi dollars frá sama tíma. 
Screen Shot 2015-10-27 at 10.00.04.png