Hefja árið af miklum krafti

Aflatölur á fyrstu tveim mánuðum fiskveiðiársins bera þess vitni að engin lognmolla ríkir á miðunum þar sem krókaaflamarksbátar eru.  Þorsk- og ýsuafli þeirra er kominn yfir 10 þús. tonn sem er rúmum tvö þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra.   Alls hafa þeir veitt 2,540 tonn af ýsu og 7,853 tonn af þorski.
Aukningin er nokkru meiri í ýsunni eða 35% á móti 24% í þorskinum.  Talan 35 kemur einnig fyrir hjá þeim sem hlutfall af heildarafla ýsunnar sem veitt hefur verið á fyrstu tveim mánuðum fiskveiðiársins.
Taflan sýnir afla krókaaflamarksbáta í september og október 2015 og 2014.
Screen Shot 2015-11-02 at 15.35.50.png


Unnið upp úr bráðabirgðatölum Fiskistofu