Lægra verð

Samantekt á línuafla í þorski og ýsu sem selt hefur verið óslægt á fiskmörkuðum sýnir að verð nú eru lægri en í fyrra.  
Meðalverð á þorskinum í september – október er 11,2% lægra og 23,3% lægra fyrir ýsu.  Í krónum talið er verðmunurinn 37 kr á þorskinum og hvorki meira né minna en 80 krónur sem meðalverð á ýsunni var lægra nú en í fyrra.   
Á fyrstu tveim mánuðum fiskveiðiársins 2014 var meðalverðið 345 kr/kg fyrir ýsu eða 15 kr hærra en fékkst fyrir þorsk.  Í ár er þessu hins vegar öfugt farið meðalverð á ýsunni er 265 kr/kg sem er 28 kr lægra en þorskurinn skilaði. 
Taflan sýnir óslægðan afla á línu sem seldur hefur verið á fiskmörkuðum í september og október.
Screen Shot 2015-11-03 at 14.41.30.png
Athygli vekur að í ár er hefur orðið mikil aukning í ýsunni eða um 68% meira magn selt en á sama tíma í fyrra.