Áfall fyrir Húsavík

Klettur – félag smábátaeigenda Ólafsfjörður – Tjörnes hefur sent bæjarstjórn Norðurþings bréf þar sem óskað er eftir að ákvörðun Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins er varðar úthlutun byggðakvóta verði mótmælt.  Í úthlutuninni er engum kvóta úthlutað til Húsavíkur, en undanfarin sjö ár hefur úthlutun þangað verið á bilinu 140 – 210 tonn.
Í bréfinu segir m.a.:
„Með bréfi þessu er óskað eftir því að bæjarstjórn Norðurþings beiti sér sérstaklega fyrir því að verja þann byggðakvóta sem fallið hefur í skaut Húsavíkur á undanförnum árum.  Er þess óskað að bæjarstjórnin mótmæli formlega ákvörðun Atvinnu og nýsköpunarráðuneytisins um að úthluta engum byggðakvóta til Húsavíkur á yfirstandandi fiskveiðiári og krefjast þess að úthlutun byggðakvóta til byggðarlagsins verði fært í fyrra horf.
Klettur gagnrýnir regluverk sem farið er eftir við úthlutun byggðakvóta og bendir m.a. á það sé andstætt markmiðum að svipta Húsavík byggðakvóta á sama tíma og úthlutun til skipa og báta þar dragist stórlega saman.  Þar munar mestu um brotthvarf Vísis frá Húsavík á sl. ári. 
IMG_1254.jpg