Ætlar að skoða fyrirkomulag makrílveiða

Fyrr í dag var á dagskrá Alþingis liðurinn:  Óundirbúinn fyrirspurnartími.  
Lárus Ástmar Hannesson fyrsti varamaður Vg í NV-kjördæmi hóf sinn þingferil á fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Þingmaðurinn hafði nokkurn formála að spurningu sinni um hvort ráðherra hyggðist ekki endurskoða fyrirkomulag makrílveiða smábáta í ljósi reynslunnar frá síðustu vertíð.
Screen Shot 2015-11-13 at 10.25.15.jpg
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra svaraði þingmanninum sem sagðist eftir svarið standa í sömu sporum og hann var við upphaf fyrispurnar sinnar.   Ráðherra fór þá öðru sinni í ræðustól og ítrekaði að til þess að fá hámarksafrakstur fyrir smábátasjómennina, að þeir viti hvað þeir geta veitt og tímasett veiðina, þurfi að kvótasetja aflahlutdeildina á hvern bát.  Það væri besta leiðin til að fá hæst verð.
Ráðherra sagði jafnframt að fyrirkomulagið yrði skoðað og skírskotaði þá til niðurstöðu dómsmála sem nú væru rekin.   Framkvæmdavaldið fengi þannig leiðbeiningar um hvernig stjórnun yrði til framtíðar, þar sem ekki væri hægt að klára málið á Alþingi. 
Samþykktir aðalfundar LS 2015 um makríl:
Screen Shot 2015-11-10 at 16.33.43 (1).jpg