Olíuútboð – skráning upplýsinga

Nú er undirbúningi fyrir olíuútboð Landssambands smábátaeigenda og Sjávarkaupa lokið og skráning frekari upplýsinga hafin af fullum krafti.  Um 200 útgerðir eru búnar að skrá sig til þátttöku og mikil samstaða meðal félagsmanna enda um mikla hagsmuni að ræða.  Þeim mun fleiri þeim mun meiri líkur á meiri afslætti.
Nýlega náði Sjávarkaup afar hagstæðum samningi fyrir sína umbjóðendur í sjávarútvegs-geiranum sem fólst meðal annars í útboði sem gerir ráð fyrir 25 milljónum lítra af eldsneyti.
 
Þeir félagsmenn sem enn eiga eftir að skrá þátttöku sína í útboðinu eru eindregið hvattir til að ganga frá skáningu með því að 

blikka hér   til að fá sendan tölvupóst varðandi skráninguna.