Sjávarútvegsráðstefnan 2015 er nú haldinn í sjötta sinn. Við upphaf ráðstefnunnar í dag var veitt verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2015.
Fyrstu verðlaun hlaut Snorri Hreggviðsson, Margildi ehf. Hugmnd Snorra gengur út á að framleiða Marlýsi, lýsi úr makríl, síld og loðnu til manneldis. Margildi ehf. hefur þróað nýja einstaka vinnsluaðferð, hraðkaldhreinsun, sem gerir kleift að kaldhreinsa á skilvirkan hátt fyrrnefnt lýsi.
Snorri veitti viðtöku verðlaunafé og verðlaunagrip „Svifaldan úr hendi Hjálmars Sigþórssonar hjá TM, sem gaf öll verðlaun, en auk fyrstu verðlauna, fékk Katla Hrund Björnsdóttir verðlaun fyrir hugmndina „Ljómandi krókar og Jónas Hallur Finnbogason fyrir uppþíðingu sem gengur út á að losa í sundur blokkfrystan heilan fisk.