Samspil loðnu og þorsks
Er verið að svelta þorskinn?
Er yfirskrift geinar eftir Örn Pálsson sem birtist í Fiskifréttum 19. nóvember sl.
Í upphafi þessarar greinar skulum við skoða töflu sem sýnir veiði- og hrygningarstofn þorsks og loðnu auk afla í þeim tegundum. Tölurnar eru unnar upp úr ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunar frá júní 2015.
Þorskur og loðna 1996-2015
|
Veiðistofn
|
Hrygningarstofn
|
Afli
|
|
Þorskur
|
Loðna
|
Þ
|
L
|
Þ
|
L
|
1996
|
670
|
1.820
|
159
|
830
|
182
|
1.497
|
1997
|
783
|
1.881
|
189
|
430
|
203
|
1.561
|
1998
|
721
|
1.106
|
200
|
492
|
243
|
923
|
1999
|
731
|
1.171
|
178
|
500
|
260
|
761
|
2000
|
590
|
1.485
|
166
|
650
|
236
|
1.095
|
2001
|
688
|
1.197
|
160
|
450
|
235
|
1.061
|
2002
|
728
|
1.445
|
197
|
475
|
209
|
1.295
|
2003
|
739
|
1.214
|
190
|
410
|
208
|
847
|
2004
|
799
|
1.204
|
201
|
535
|
228
|
635
|
2005
|
722
|
1.450
|
228
|
602
|
214
|
701
|
2006
|
699
|
639
|
223
|
400
|
196
|
238
|
2007
|
679
|
997
|
207
|
410
|
171
|
377
|
2008
|
704
|
619
|
270
|
406
|
147
|
203
|
2009
|
799
|
343
|
255
|
328
|
182
|
15
|
2010
|
843
|
548
|
293
|
410
|
169
|
5
|
2011
|
937
|
765
|
367
|
411
|
172
|
457
|
2012
|
1.056
|
1.112
|
411
|
418
|
196
|
685
|
2013
|
1.176
|
983
|
453
|
417
|
223
|
541
|
2014
|
1.181
|
545
|
425
|
424
|
221
|
187
|
2015
|
1.302
|
1.013
|
547
|
460
|
225*
|
517
|
Eins og sjá má er þorskstofninn nú í hæstu hæðum. Stofninn hefur ekki mælst stærri í 35 ár eða síðan 1980 þegar hann mældist 1.489 þús. tonn. Það ár voru veidd 439 þús. tonn sem er 200 þús. tonnum meira en nú er heimilt. Enn lengra er frá því hrygningarstofninn mældist stærri en nú er. Það var fyrir hálfri öld og þremur árum betur, árið 1962. Þessar tölur ná ekki inn í meðfylgjandi töflu hér sem sýnir aðeins þróunina síðustu 20 árin.
Lífmassi loðnu minni en þorsks
Á yfirstandandi ári er lífmassi loðnustofnsins minni en þorskstofnsins. Aðeins einu sinni áður á þessu 20 ára tímabili hefur það gerst, á árinu 2009. Það ár voru nánast engar loðnuveiðar stundaðar, aðeins veidd 15 þús. tonn og ári síðar aðeins 5 þús. tonn.
Þegar bornar eru saman stærðir veiðistofni þorsks og loðnu kemur í ljós að síðustu þrjú árin mældist loðnustofninn nokkru lægri öll árin. Munurinn er 1,1 milljónir tonna.
Þorskurinn vex – loðnan gefur eftir
Í töflunni er og að finna fleiri áhugaverðar staðreyndir. Veiði- og hrygningarstofn þorsks er í stöðugum vexti, en loðnan er að gefa eftir. Gríðarlegur munur er á meðaltali á fyrri tug áranna á stærð veiðistofns og síðustu tíu árin.
Taflan sýnir meðaltal á veiði- og hrygningarstofni sl. 20 ára, annars vegar 1996 – 2005 og hins vegar 2006 – 2015. Þar hefur þorskurinn bætt verulega við sig, 31% í veiðistofni og 85% stærri hrygningarstofn. Þessu er hins vegar öfugt farið með loðnuna þar er veiðistofninn að meðaltali 46% lægri og hrygningarstofninn hefur lækkað um 24%.
Þorskur og loðna – tvö tímabil
[meðaltal þús. tonna]
|
Veiðistofn
|
Hrygningarstofn
|
Þorskur
|
Loðna
|
Þorskur
|
Loðna
|
1996-2005
|
717
|
1.397
|
187
|
537
|
2006-2015
|
938
|
756
|
345
|
408
|
Breyting
|
31%
|
-46%
|
85%
|
-24%
|
Við þessar aðstæður kemur mér á óvart hvers vegna umræðan um nauðsynlegt æti fyrir þorskinn skuli ekki blossa upp. Ein helsta fæða þorsksins, loðnan, er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var.
Ég tel að fyrirsjáanlegt sé að ætisskortur fari að gera vart við sig, ef hann er ekki þegar farinn að gera það.
Ég varpa þeirri spurn-
ingu til fiskifræðinga
hvort rétt sé að stöðva
loðnuveiðar til að tryggja
nægilegt æti fyrir þann
gríðarstóra þorskstofn
sem nú er.
Magafylli þorsks
Á árabilinu 2001-2005 voru gerðar rannsóknir í Breiðafirði á magafylli þorsks. Myndin hér að neðan birtist með grein í 7. tbl. Ægis árið 2005, eftir nokkra starfsmenn Hafrannsóknastofnunar. Hún sýnir stöðuna þá þegar þriðjungur af þyngd í maga þorsksins var loðna.
Gríðarlegar breytingar hafa orðið frá þessum tíma eins og hér hefur verið rakið. Þar er niðurstaða úr hauströllum Hafrannsóknastofnunar engin undantekning.
„Magn loðnu í þorskmögum allra stærðarhópa var mjög lítið og árið 2013 þegar það var það minnsta frá upphafi mælinga árið 1996. Skörun á útbreiðslu þorsks og loðnu var lítil og útskýrir það takmarkað magn loðnu í fæðu þorsks.
Sú samantekt sem hér hefur verið gerð er ætlað að vekja menn til umhugsunar um það hversu gríðarlegar breytingar hafa orðið hjá þessum tveimur tegundum á síðustu 20 árum. Ennfremur að vekja athygli á því hversu mikilvæg loðnan er fyrir þorskinn og varpa þeirri spurningu til fiskifræðinga hvort rétt sé að stöðva loðnuveiðar til að tryggja nægilegt æti fyrir þann gríðarstóra þorskstofn sem nú er. Væri slíkt nauðsyn ætti að taka slíka ákvörðun sem fyrst þar sem markaðsaðstæður fyrir loðnu eru ekki bjartar um þessar mundir.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda.