Árangurslausar makrílviðræður.



Í vikunni sem leið var enn reynt til þrautar að ná samkomulagi um skiptingu heildarmakrílkvótans.

Screen Shot 2015-11-27 at 21.48.29.png

Fundinum sem haldinn var í London lauk án árangurs og er því enn
ósamið um veiðar Íslands, Grænlands og Rússlands á makríl. 

 

Eins og áður hefur komið fram höfðu Noregur, ESB og Færeyjar
samið um að heildarkvóti makríls á  árinu  2016  yrði  895.000  tonn. 


Þessir aðilar
hafa ákveðið skiptingu kvótans innan eigin lögsögu og stendur þá eftir 15,6% af
heildarkvótanum eða um 140.000 tonn. 

 

Makrílkvóti Íslands á yfirstandandi fiskveiðiári var 173.000
tonn.

 

Þrátt fyrir ósamkomulag um skiptingu makríls funda ríkin áfram á
næstunni og reyna
ná samkomulagi um skiptingu kolmunna og norsk-íslensku
síldina. 

Sá fundur fer einnig fram í London.

Sjá einnig á Fiskifréttir.is