Fiskistofa hefur birt upplýsingar um þróun leiguverðs á þorski á undanförnum árum. Þar kemur m.a. fram að lítill munur er á verði króka- og aflamarks. Eftir að verð hafði verið nokkuð stöðugt í eitt og hálft ár, byrjaði það að lækka í upphafi fiskveiðiársins. Krókaaflamarkið fæst nú á 200 kr/kg og aflamarkið á 215 kr. Verðlækkunin það sem af er fiskveiðiárinu er í kringum 14%.
Nokkrar ástæður eru fyrir verðlækkuninni. Þar má nefna að veiðigjald er nú innheimt af þeim sem veiðir en áður greiddu þeir sem fengu úthlutaðar heimildirnar. Þá hefur 10,6% aukning á leyfilegum heildarafla jafngildi 23 þús. tonna nokkuð að segja um þróun leiguverðs.
Skjáskotið hér að neðan er tekið af vef Fiskistofu og sýnir verð á krókaaflamarki merkt rautt og aflamarki blátt tímabilið 2. janúar 2014 – 1. desember 2015.
Aflamarkið lengst af í 250 kr en krókaaflamarkið nú í 200 kr.
Kvarðinn er 50 krónur.