Olíuverð undir 100 krónur

Landssamband smábátaeigenda telur nýgerðan samning, á grundvelli olíuútboðs sem Sjávarkaup hf annaðist fyrir hönd félagsins, færa félagsmönnum mikla kjarabót.  Samkvæmt samningnum sem gerður var við Skeljung hf verður lítraverð m. vsk. í janúar á olíu á báta félagsmanna 96,81 krónur fyrir þá sem nota meira en 6.000 lítra á ársgrundvelli og 99,29 til þeirra sem nota minna magn.  
Hér er um ótrúlega verðlækkun að ræða.  Til samanburðar er verðið 21% lægra en það var þann 24. nóvember sl. eða 25,79 krónur á hvern lítra.    
Góð viðbrögð hafa orðið hjá félagsmönnum við samningnum.  Hann sé sönnun þess hverju hægt er að áorka í krafti fjöldans.   LS bendir á að enn er hægt að skrá sig til þátttöku og efla þá samstöðu sem er undirstaða verðlækkunarinnar.