Á árinu 2013 voru veidd alls 1.360 þúsundir tonna af þorski í öllum heiminum. Hlutur Íslands í þeim afla var um 221 þús. tonn eða 16,2%.
Af tölum að dæma hefur ástand þorskstofnsins almennt verið gott á tímabilinu [2009 – 2013]. Heimsaflinn í lok tímabilsins var um hálfmilljón tonnum meiri en í upphafi þess, sem svarar til 57% aukningar.
Hér við land hefur aukningin verið nokkru minni eða 22% – 39.500 þús. tonn. Í upphafi tímabilsins, árið 2009, var hlutdeild Íslands rúmur fimmtungur eða 20,9% í stað 16,2% á árinu 2013, eins og áður sagði.
Unnið upp úr tölum
frá Hagstofu Íslands