Forstjóri Samkeppniseftirlitsins – Páll Gunnar Pálsson – hefur tjáð sig um olíuútboð sem LS stóð fyrir. Eins og frá hefur verið greint tóku hvorki N1 né OLÍS þátt í útboðinu. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins segir hann:
Forstjórar OLÍS og N1 hafa báðir brugðist við ummælum Páls Gunnars. Fjallað var um málefnið í Bítinu í morgun þar sem Jón Ólafur Halldórsson hjá OLÍS var í viðtali og í Fréttablaðinu í dag þar sem Eggert Þór Kristófersson hjá N1 segir álit sitt. Þar harmar forstjórinn að Páll Gunnar hafi séð ástæðu til að væna félagið opinberlega um ólögmæta viðskiptahætti. Það hafi bæði verið órökstutt og ósanngjarnt.