Mikil óánægja með gjaldskrá Fiskistofu

Um síðustu áramót tók gildi ný gjaldskrá Fiskistofu.  Henni er ætlað að endurspegla raunkostnað stofnunarinnar fyrir veitta þjónustu og eftirlit.  Í frumvarpi við lög 67/2015 sem gjaldskráin fellur undir er þess getið að eðlilegt þyki, „að eftirlitsþegar og þiggjendur þjónustu, þ.e. atvinnugreinin sjálf, standi straum af kostnaði fremur en að það falli á hinn almenna skattborgara.
Gjald fyrir veiðileyfi og strandveiðileyfi hækka ekki þar sem upphæðir þeirra eru ákveðnar í lögum.   Önnur gjöld sem Fiskistofa hefur innheimt hækka öll og þá er í gjaldskránni að finna ný gjöld fyrir þjónustu sem ekki hefur verið innheimt sérstaklega fyrir áður.
Á fundi í Snæfelli sl. sunnudag var gjaldskráin til umræðu.  Mikillar óánægju gætti hjá félagsmönnum með gríðarlegar hækkanir sem í henni felast svo og ný gjöld sem tekin eru upp.   Meðal þess sem nefnt var er gjald fyrir sérhverja úthlutun á byggðakvóta kr. 19.319-.  Í mörgum tilfellum er um lítið magn að ræða sem gerir gjaldið verulega íþyngjandi.  Sömu sögu er að segja þegar úthlutað er nokkrum sinnum, þar sem innheimt er fyrir hvert skipti.  
„Fundur í Snæfelli haldinn í Grundarfirði 14. febrúar 2016 mótmælir harðlega stóraukinni hækkun á gjaldskrá Fiskistofu.  Breyting á gjaldskrá koma sérstaklega hart niður á útgerð smábáta.