Útflutningsverðmæti grásleppuafurða á sl. ári námu alls 2,24 milljörðum. Af sem áður var er grásleppan nú öll nýtt, en ekki aðeins hrognin úr henni.
Það er sérstaklega ánægjulegt að geta upplýst að þriðjungur verðmætisins kom frá frosinni grásleppu sem nánast öll er selt til Kína. Markaður fyrir hana opnaðist fyrir alvöru fyrir þremur árum og hefur stækkað jafnt og þétt. Verðmæti grásleppunnar eftir að hrognin hafa verið fjarlægð hefur þannig breyst úr engu í 753 milljónir.
Ormur Arnarson hjá Triton ehf með vinkonuna á sýningu í Kína. Rétt að halda
því til haga að það var þrautsegja þeirra hjá Triton í samvinnu við LS sem opnaði
fyrir viðskipti með frosna grásleppu til Kína.