Heildarendurskoðun – veiðarfæri, veiði- og verndunarsvæði

Sjávarútvegsráðherra ákvað sl. haust að að hefja heildarendurskoðun á regluverki er varðar notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum.   Vinnuhópur sem skipaður var til verksins boðaði nýverið hagsmunaaðila til fundar þar sem starf hópsins var kynnt.  Formaður hópsins er Annas Jón Sigmundsson sérfræðingur í Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.  
Vinnuhópnum er ætlað með hliðsjón af nýjustu þekkingu og umsögnum hagsmunaaðila að kanna hvort þörf sé á að breyta, þ.m.t. einfalda og leita nýrra útfærslna á lögum og reglugerðum.  Undir væri „kjörhæfni og veiðisvæði fiskibotnvörpu, humarveiðar, dragnót, veiðarfæri sem snerta botn, línu- og krókaveiðar, gildi skyndilokana, uppsjávarveiði, tilraunaveiðar, áframeldisveiðar, plógveiðar, og netaveiðar, eins og segir í bréfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til hagsmunaaðila.
Á fundinum kynntu hagsmunaaðilar umsagnir sínar um verkefnið. 
Vinnuhópnum er ætlað að skila tillögum til ráðherra 1. nóvember 2016.