Nauðsynlegt að auka þorskkvótann

Stjórn Landssambands smábátaeigenda kom saman til fundar sl. föstudag.  Meðal fjölmargra mála sem tekin voru fyrir á fundinum var sú alvarlega staða sem komin er upp varðandi veiðiheimildir í þorski.
Af því tilefni var eftirfarandi samþykkt:
Screen Shot 2016-03-07 at 13.51.26.png
Vandamálið sem nú steðjar að er í raun lúxus sem nú hefur breyst í hálfgerða martröð.  
Lúxusfréttirnar eru þær að ástand þorskstofnsins hefur sjaldan verið betra frá því mælingar hófust.  Hrygningarstofn sá stærsti síðan 1962 og leita þarf til ársins 1980 til að finna stærri veiðistofn. 
Martröðin lýsir sér hins vegar í að veiðiheimildir eru það naumt skammtaðar að nú blasir ekkert annað við en að binda bátinn og segja upp mannskap.  Engan kvóta er að fá á leigu, þó boðið sé verð sem er nokkru fyrir ofan það sem gæti skilað hagnaði við veiðarnar.