Klettur boðar til fundar á Akureyri

Smábátafélagið KLETTUR (Ólafsfjörður – Tjörnes)  hefur boðað félagsmenn sína til fundar.   Fundurinn verður haldinn á Akureyri nk. sunnudag 13. mars og hefst kl 11:00.
Fundarstaður er veitingastaðurinn Bryggjan að Strandgötu 49.
Á fundinum verður m.a. rætt um:
    • Grásleppuvertíðina 2016
    • Strandveiðar
    • Stjórn fiskveiða, veiðigjöld, frumvörp o.þ.h.
    • Fyrirhugað laxeldi í Eyjafirði, stöðu mála
    • Félagsmál
    • Önnur mál
Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS mætir á fundi
Smábátaeigendur í KLETTI – sýnum samstöðu og fjölmennum á fundinn.
Léttar veitingar í boði félagsins.
Formaður Kletts er 
Óttar Már Ingvason Akureyri


DSCN1202 (1).jpg