Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og á vefsíðum undanfarna daga þá breytti sjávarútvegsráðherra byrjunartíma grásleppuvertíðar án tillits til sjónarmiða LS.
Því fóru forsvarsmenn LS fram á neyðarfund með ráðherra til þess að fá skýringar á hvað lægi að baki þessari skyndiákvörðun þar sem aðeins 5 dagar væru í vertíðarbyrjun.
Formaður LS fékk símtal í gær þar sem fram kom hjá ráðherra að hann sæi ekki tilefni til fundar þar sem hann hefði dregið breytinguna til baka að hálfu leyti.
Formaður LS krafðist þess að breytingin gengi að fullu til baka þar sem vinnubrögð í þessa veru væru að öllu leyti óásættanleg en ráðherra taldi að það kæmi ekki til greina.
Grásleppunefnd LS var boðuð til fundar í dag þar sem skýrt var frá viðbrögðum ráðherra.
Grásleppunefndin lýsir yfir mikilli óánægju með vinnubrögð ráðherra, ráðuneytis og Hafrannsóknastofnunar og verða ummæli nefndarmanna ekki birt hér á prenti.