Drangey – eflum strandveiðar, 32 dagar á grásleppu

Drangey, smábátafélag Skagafjarðar hélt félagsfund 12. mars sl. Þrátt fyrir leiðindaveður var mæting góð, en fundurinn var haldinn á Sauðárkróki.
Á fundinum var ályktað um strandveiðar, grásleppumál og álögur, auk þess sem rædd voru önnur mál.
Í ályktunum kemur m.a. fram eftirfarandi:
      • Drangey skorar á stjórnvöld að efla og auka veg strandveiða.
      • Drangey leggur til að leyfðir verði 32 dagar eins og verið hefur að undanförnu, að lágmarki.
      • Drangey mótmælir harðlega sífellt hækkuðum og nýjum álögum hins opinbera á smábátaeigendur.