Nýr forstjóri Hafrannsóknastofnunar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað Sigurð Guðjónsson forstjóra Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna frá og með 1. apríl 2016.
Á heimasíðu Atvinnuvegaráðuneytisins kemur m.a. fram að Sigurður hafi mikla reynslu af þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og hefur haldið fjölmarga fyrirlestra á ráðstefnum hér heima og erlendis.  
Sigurður hefur verið forstjóri Veiðimálastofnunar frá árinu 1997.
Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna er ný stofnun sem tekur til starfa 1. júlí 2016 við sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar.
Landssamband smábátaeigenda óskar Sigurði til hamingju og óskar honum velfarnaðar í starfi.