Makrílveiðimenn óskast

Á fundi formanna og framkvæmdastjóra LS og KNAPK (Félag fiski- og veiðimanna á Grænlandi) sem haldinn var nýverið komu veiðar á makríl til umræðu.  Félagar okkar á Grænlandi sýndu færaveiðum smábáta á makríl mikla athygli og hrifust af myndbandi sem þeim var sýnt af því tilefni.
Í kjölfar umræðna óskaði Hendrik Sandgren formaður KNAPK eftir aðstoð LS til að yfirfæra íslenska þekkingu og reynslu til grænlenskra sjómanna.  LS óskar hér með eftir þátttakendum í þessu áhugasama samstarfsverkefni LS og KNAPK.  Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofuna.   
Makríll Hólmavík.jpg
Frá Hólmavik 2013