Leiðréttingin um 80 milljónir

Birtur hefur verið listi yfir þær útgerðir sem veiðigjöld voru oftekin samkvæmt dómi Hæstaréttar í máli Halldór fiskvinnsla ehf. gegn íslenska ríkinu.  
Heildarupphæðin sem kemur til endurgreiðslu er um 79,4.  
Alls er endurgreitt fyrir grásleppuafla í fjögur ár, 2012 – 2015.  Hæst er upphæðin vegna reikninga sem gefnir voru út á árinu 2015 alls 29,4 milljónir til 369 báta. 
Screen Shot 2016-04-19 at 16.49.18.png
Auk aflamarksbáta sem fá endurgreiðslu fyrir allt tímabilið, fá krókaaflamarksbátar endurgreitt fyrir grásleppuafla á árinu 2015.  Til þess tíma höfðu þeir ekki þurft að greiða veiðigjald af grásleppu.