Árborg mótmælir færslu milli svæða

Árborg, félag smábátaeigenda á Suðurlandi hefur brugðist við ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að skerða aflaviðmiðun til strandveiða á svæði D. 
Í ályktun sem Árborg hefur sent frá sér segir:
„Árborg, félag smábátaeigenda á Suðurlandi mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra að skera niður viðmiðunarafla til strandveiða á svæði D um 200 tonn og færa á önnur svæði.

Síðustu tvö ár hafa verið mjög erfið á svæðinu veðurfarslega í maí og júní.  Í eðlilegu árferði er þörf á allri þeirri viðmiðun sem svæðið hefur haft.  Árborg krefst þess að ákvörðunin verði dregin til baka.

Þorlákshöfn 27. apríl 2016
Fh. stjórnar 
Þorvaldur Garðarsson formaður

Mikilvægt er að aflaviðmiðun til strandveiða verði aukin um 2.000 tonn svo ekki komi til stöðvunar veiða í þá 4 mánuði sem þær eru leyfðar.   

Löndun Patró strandv. 2013.jpg