Klettur fagnar aukningu en mótmælir skiptingu

Stjórn Smábátafélagsns Kletts (Ólafsfjörður – Tjörnes) hefur ályktað um strandveiðar.  
Áskorun frá Smábátafélaginu Kletti
Til:  Forsætisráðherra, Sjávarútvegsráðherra og Atvinnuveganefnd Alþingis
Á fundi stjórnar Smábátafélagsins Kletts þann 28.apríl 2016 var samþykkt að beina eftirfarandi áskorun til stjórnvalda:  

Stjórn Kletts fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda  að bæta við 400 tonnum í strandveiðipottinn, en mótmælir í leiðinni harðlega skiptingu þessarar aukningar og skorar á ráðherra að draga hana til baka og skipta jafnt á milli allra svæða.

Jafnframt ítrekar stjórn Kletts kröfur félagsins og fyrri ályktanir og skorar á stjórnvöld að efla strandveiðar enn frekar með því að tryggja veiðar 4 daga í viku samfleytt yfir fjögurra mánaða tímabil og bregðast þannig með jákvæðum hætti við niðurstöðu skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) um aukna byggðafestu vegna strandveiða.
Akureyri 28.4.2016
Stjórn Smábátafélagsins Kletts,
Óttar Már Ingvason, formaður
Jón Kristjánsson
Þröstur Jóhannsson
Einar Þorsteinn Pálsson
Víðir Örn Jónsson
Andri V. Víglundsson
Pétur Sigurðsson
Sigfús Jóhannesson
Smári Thorarensen
Þórður Birgisson

IMG_1254.jpg