Stjórn Smábátafélagsns Kletts (Ólafsfjörður – Tjörnes) hefur ályktað um strandveiðar.
Áskorun frá Smábátafélaginu Kletti
Til: Forsætisráðherra, Sjávarútvegsráðherra og Atvinnuveganefnd AlþingisÁ fundi stjórnar Smábátafélagsins Kletts þann 28.apríl 2016 var samþykkt að beina eftirfarandi áskorun til stjórnvalda:Stjórn Kletts fagnar þeirri ákvörðun stjórnvalda að bæta við 400 tonnum í strandveiðipottinn, en mótmælir í leiðinni harðlega skiptingu þessarar aukningar og skorar á ráðherra að draga hana til baka og skipta jafnt á milli allra svæða.Jafnframt ítrekar stjórn Kletts kröfur félagsins og fyrri ályktanir og skorar á stjórnvöld að efla strandveiðar enn frekar með því að tryggja veiðar 4 daga í viku samfleytt yfir fjögurra mánaða tímabil og bregðast þannig með jákvæðum hætti við niðurstöðu skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) um aukna byggðafestu vegna strandveiða.Akureyri 28.4.2016Stjórn Smábátafélagsins Kletts,Óttar Már Ingvason, formaðurJón KristjánssonÞröstur JóhannssonEinar Þorsteinn PálssonVíðir Örn JónssonAndri V. VíglundssonPétur SigurðssonSigfús JóhannessonSmári ThorarensenÞórður Birgisson