Að loknum 7. degi strandveiða þann 12. maí er það niðurstaða samantektar LS að Jón Pétur RE 411 hefur landað mestum afla alls 6.228 kg. Róið er frá Grindavík og er eigandi Ólafur Pétursson og skipstjóri Pétur Ólafsson.
Pétur sagði strandveiðina hjá þeim feðgum byrja afskaplega vel. Aflinn er að mestu þorskur en einnig kæmi ufsi við sögu. Hann sagði flesta báta í Grindavík hafa verið að gera það gott og náð skammtinum.
Pétur var óhress með ákvörðun ráðherra að lækka aflaviðmiðun á svæðinu um 200 tonn. Eins og staðan væri í dag veitti ekki af hverju tonni til að geta róið þá 16 daga sem maí heimilar. Pétur sagðist vart trúa öðru en ráðherra kæmi í veg fyrir stöðvun veiða, t.d. væri honum í lófa lagið láta þorskinn einan telja upp að 9.000 tonna aflaviðmiðun strandveiðibáta. Ufsi og aðrar tegundir ættu ekki að verða til að stöðva veiðar þeirra.
Aflatölur sem hér eru birtar sína 10 aflahæstu á hverju svæði ásamt róðrafjölda.
Athygli vekur að þeir 10 sem nú eru komnir með mestan afla eru allir af svæði D.