Íslensk skip sem stundað hafa kolmunnaveiðar við Færeyjar hafa að undanförnu fengið umtalsvert magn af makríl í flotvörpuna. Meðal annars landaði Venus NS alls 424 tonnum af markíl með rúmum 2.000 tonnum af kolmunna. Hvort þessar fréttir eru vísbending á góða makrílvertíð skal þó ekkert fullyrt um.
Kolmunnaveiðar hafa á þessu ári hafa gengið mjög vel og þarf að leita aftur til ársins 2009 til að finna meiri afla en nú hefur veiðst. Á fyrstu fjórum mánuðunum veiddust alls 103.533 tonn, þar af um 97 þúsund tonn í færeyskri lögsögu, til samanburðar var veiði á þessu tímabili í fyrra 55.486 tonn.