Félagsmenn nýti sér afsláttarkjör

Skeljungur, Bílanaust og Víking Björgunarbúnaður eiga það sammerkt að bjóða félagsmönnum LS sérstök afsláttarkjör.
Skeljungur
Samningur LS, Skeljungs og Sjávarkaupa gengur út á að verð á bátaolíu til þátttakenda tekur mánaðarlegum breytingum miðað við heimsmarkaðsverð.  Auk þess er veittur afsláttur af smurefnum og bensíni og olíu á bifreiðar þátttakenda.  
Góður rómur hefur verið gerður af þessu framtaki og hafa smábátaeigendur sparað sér góða summu, enda er verðmunur verulegur.
Screen Shot 2016-05-24 at 13.38.45.png
Skeljungur hefur nýverið aukið þjónustu við félagsmenn með því að koma upp dælu á Stöðvarfirði og á næstu dögum verður einnig full þjónusta á Patreksfirði.
Þeir sem enn hafa ekki skráð sig til þátttöku geta gert það með því að senda tölvupóst á LS
Bílanaust

image001.jpg
Samningur LS og Bílanaust tekur til sérstakra kjara á VARTA neyslugeymum.  Félagsmenn fá þá með 33% afslætti.  
Samhliða og keyptur er geymir er einnig veittur 20% afsláttur af hleðslutækjum sem geta margfaldað endingartíma geymisins.
Auk þessa eru fleiri afslættir í boði.
VIKING LIFE-SAVING EQUIPMENT Iceland ehf

viking2.jpg
Samningur LS og VIKING tryggir félagsmönnum góðan afslátt af björgunarbúningi af gerðinni Viking PS5002.  Samningurinn var gerður 15. ágúst 2012 en 1. janúar 2013 kom til framkvæmda ákvæði reglugerðar um skyldu þess að um borð í öllum bátum 8 metrum og lengri væri björgunarbúningar fyrir áhöfnina.  
Sams konar regla tók gildi ári síðar fyrir báta styttri en 8 metra sem notaðir eru í atvinnuskyni.
Nánar