Hrollaugur þrýstir á alþingismenn og ráðherra

Hrollaugur – félag smábátaeigenda á Hornafirði – hefur sent alþingismönnum áskorun um að beita sér að alefli í að leiðrétta aflaviðmiðun á svæði D.  
Í reglugerð um strandveiðar sem gefin var út 26. apríl var aflaviðmiðun á svæði D lækkuð um 200 tonn.  Vegna þessa risu upp hávær mótmæli smábátaeigenda og ályktuðu mörg svæðisfélög LS um málefnið, auk þess sem Landssamband smábátaeigenda fundaði sérstaklega um það með Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra.
Í áskorun frá Hrollaugi segir m.a.:
„Ef ekkert verður að gert mun svæðið fara illa út úr strandveiðunum í ár og þá sérstaklega sú nýliðun sem hefur átt sér stað á svæðinu.  Pottarnir fyrir júní, júlí og ágúst eru allt of litlir og útlit er fyrir stöðvun veiða mun fyrr en ella hefði orðið með tilheyrandi tekjuskerðingu og vandræðum fyrir strandveiðimenn.
Sjá bréf Hrollaugs í heild:  
Formaður Hrollaugs er Elvar Örn Unnsteinsson
IMG_0845.jpg