Að loknum tveimur mánuðum strandveiða 2016 liggur fyrir hvaða bátar hafa aflað mest á hverju svæði fyrir sig.
C: Einir SU 7 22.060 kg 31 róðurB: Gunna Beta ÍS 19.714 kg 25 róðrarD: Hulda SF 17.925 kg 21 róðurA: Katrín SH 13.866 kg 17 róðrar
Besta aflaárið
Ánægjulegt er að sjá samantekt áranna 2010 – 2016 á afla í hverjum róðri. Í ár eru þar hæstu tölur í maí 601 kg og júní gaf 590 kg í hverjum róðri. Slakasta fiskiríið á þessu tímabili var 2013, 469 kg í maí og 504 kg í júní.
Afli uppfærður daglega
Alls voru 424 strandveiðibátar á sjó í gær, 4. júlí. Dagsaflinn var sá mesti á frá því veiðar hófust 2. maí sl. 300 tonn.