Í fréttum RÚV í dag var fjallað um þann vanda sem upp er kominn í strandveiðum á svæði D vegna skerðingar á veiðiheimildum um 200 tonn. Smábátaeigendur á svæðinu fengu að þeim sökum aðeins að róa 4 daga í júlí. Lokað og læst frá og með 8. júlí til mánaðarmóta.
Ásmundur Friðriksson (D) tjáði megna óánægju sína með skerðinguna, með því væri verið að rugga bátnum með fyrrgreindum afleiðingum. Í viðtalinu tók hann undir með LS að það hefði ekki verið vel að verki staðið, en tók fram að þingmenn gætu ekki borið ábyrgð á því. Hann sagði megna óánægju vera í báðum stjórnarflokkunum með ákvörðun ráðherra.