Hrollaugur krefst þess að sjávarútvegsráðherra segi af sér

Yfirlýsing Smábátafélaginu Hrollaugi
Félagar í Smábátafélaginu Hrollaugi lýsa yfir fullu vantrausti á hendur Gunnari Braga Sveinssyni og krefjast þess að hann segi af sér sem sjávarútvegsráðherra eða verði sagt upp störfum tafarlaust.


Gunnar Bragi hefur sýnt það með gjörðum sínum að hann stuðlar að og hvetur til óeiningar og misskiptingar innan strandveiðikerfisins á Íslandi.  Gunnar Bragi ákvað það einn manna og gegn vilja þingmanna þjóðarinnar að færa afkomu 125 strandveiðisjómanna suðursvæðis og fjölskyldna þeirra í sitt eigið kjördæmi. Sjávarútvegráðherra hefur klárlega misnotað vald sitt í eigin þágu sem er gríðarlega alvarlegt mál sem við látum ekki líðast. 
Við treystum Gunnari Braga Sveinssyni ekki fyrir völdum yfir auðlindum okkar Íslendinga og afkomu okkar strandveiðimanna.  Sömu lögmál og tækifæri eiga að gilda um alla strandveiðisjómenn hvar sem þeir eru á landinu.  Þér Gunnar Bragi Sveinsson er ekki treyst til að bæta og leiða strandveiðikerfið í þá átt þannig að allir strandveiðimenn geti stundað þessar veiðar með mannsæmandi hætti um komandi framtíð óháð staðsetningu.  Þú talar niður til strandveiðimanna um land allt og hjá þér má skynja andúð á strandveiðikerfinu sjálfu.  Hvaða sérhagsmuni ertu eiginlega núna að verja.  Þú hefur sýnt það og sannað að þú ert maður sundrunga og þannig sjávarútvegráðherra viljum við ekki sjá hér á Íslandi.  Það er hægt að gera strandveiðikerfið jafngott fyrir alla strandveiðimenn. Til þess þarf einungis vilja og það hefur þú ekki. 
Strandveiðimenn á Íslandi.  Sameinumst um að gera strandveiðikerfið jafngott fyrir okkur alla hvar sem við erum. Þannig munum við geta staðið saman í uppbyggingu á góðu kerfi með mannsæmandi möguleikum fyrir okkur alla. Gunnar Bragi Sveinsson farðu strax burt, við höfum ekkert með svona valdahroka að gera eins og þig.   Þú veldur ekki starfinu og hefur sýnt okkur hvaða mann þú hefur að geyma.
Samþykkt samhljóða á fundi smábátafélagsins Hrollaugs 13. júlí 2016

Undirritað að félagsmönnum í Smábátafélaginu Hrollaugi á Hornafirði 

Strandveiðisjómenn í Hrollaugi 1 (1).jpg