Makrílveiðar smábáta hafa gengið vel að undanförnu og sló heildaraflinn í gegnum fjögurþúsund tonna múrinn í gær 24. ágúst. Alls eru 40 bátar byrjaðir veiðar og er helmingur þeirra kominn með yfir 100 tonn, 6 yfir 200 tonn og einn Dögg SU með meira en 300 tonn.
Úthlutað aflamark til smábáta er 8.018 tonn og því búið að nýta rúman helming þess magns.
Nokkur umræða hefur farið fram um veiðistjórnun á makríl. Stjórn LS ályktaði eins og kunnugt er að veiðar þeirra ættu að vera frjálsar. Engar takmarkanir á hámarksafla þeirra. Bréf hefur verið sent til sjávarútvegsráðherra þess efnis.
Þó aflamark sem veiðistjórnunartæki sé góður kostur hjá stærstu uppsjávarskipunum á það ekki við veiðar smábáta eins og staðan er nú. Alls 188 bátar fengu úthlutað veiðiheimildum. Flestir smábáta voru á veiðum árið 2014 alls 121.
Listi unninn upp úr tölum Fiskistofu