Hikst á 2000 tonna pottinum

Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða við lög um stjórn fiskveiða „hefur ráðherra til ráðstöfunar, til sérstakrar úthlutunar til smábáta 2000 tonn af makíl.  LS hefur að undanförnu óskað eftir að ráðherra gæfi út reglugerð þannig að Fiskistofa gæti úthlutað úr þessum potti. 
 
Gert var ráð fyrir að reglugerðin sæi dagsins ljós í síðustu viku, en svo varð ekki.  Vegna þessa hefur LS ítrekað erindi sitt um útgáfu reglugerðarinnar og er vonandi að hún sjái dagsins ljós von bráðar.
Beðið um lækkun á gjaldi
Í bráðabirgðaákvæðinu er einnig kveðið á um greiðslu gjalds fyrir makrílheimildir úr „pottinum.  Upphæðin nemur 8 kr á hvert kíló sem LS telur allt of hátt þegar tekið er tillit til verðlækkunar á makríl.  Í bréfi sem félagið hefur sent ráðherra er óskað eftir lækkun á gjaldinu til samræmis við breytingar á veiðigjaldi.  Þar sem upphæðin er bundin í lög, þarf Alþingi að koma að málinu og því var afrit af bréfinu sent atvinnuveganefnd.
Sjá bréf:  Lækkun á gjaldi.pdf