Aðalfundur Strandveiðifélagsins KRÓKS var haldinn á Patreksfirði 17. september sl. Góður bragur var á fundinum og fjöldi ályktana afgreiddar sem tillögur til 32. aðalfundar Landssambands smábátaeigenda.
Þau málefni sem mest fyrirferð var í voru strandveiðar, laxeldi, veiðigjald, makrílveiðar, grásleppa og byggðakvóti.
Einhugur var á fundinum um að berjast eigi fyrir umbótum á strandveiðikerfinu. Að stjórnvöld heimili samfellda sókn í þá 4 mánuði sem það stendur yfir.
Stjórn Strandveiðifélagsins KRÓKS var endurkjörin.
Myndin sýnir stjórnina bera saman
bækur sínar.
Fv.
Davíð Bredesen gjaldkeri
Hafþór Jónsson ritari
Friðþjófur Jóhannsson formaður