Öll aflamet smábáta á makríl hafa verið slegin. Þegar staðan var tekin fyrr í dag var aflinn kominn yfir áttaþúsund tonn – 8.055 tonn. Aflahæstur er Siggi Bessa með rúm 515 tonn. Alls hafa 51 bátur hafið veiðar og því meðalafli á hvern bát 158 tonn.
Hin góðu aflabrögð sem hér er lýst svara til 6% af heildaraflanum, sem er kominn í 135 þús. tonn. Það sýnir vel hversu brýnt það er að auka hlutdeild smábáta, en krafa LS er 16% hlutdeild.
Auk Sigga Bessa SF eru þrír bátar komnir með yfir 400 tonna afla og alls 11 með yfir 300 tonn.
Skráin er unninn
upp úr tölum Fiskistofu