Stefnir í umhverfisslys í Finnafirði og Gunnólfsvík

Aðalfundur Fonts var haldinn á Þórshöfn 25. september sl.  Á fundinn mættu smábátaeigendur alls staðar af félagssvæðinu sem nær frá Kópaskeri til Vopnafjarðar.
P1090267.jpg
Að venju voru grásleppuveiðar mikið ræddar í ljósi þess hve veiði var léleg á öllu svæðinu að Kópaskeri undanskildu.  Veiðin aðeins helmingur þess sem hún var á vertíðinni 2015 og náði ekki 40% á Bakkafirði, Vopnafirði og Raufarhöfn 

Grásleppuveiði

2015

2016

Kópasker

537 tunnur

682 tunnur

Raufarhöfn

890 tunnur

342 tunnur

Þórshöfn

417 tunnur

219 tunnur

Bakkafjörður

810 tunnur

282 tunnur

Vopnafjörður

987 tunnur

382 tunnur

Samtals

3.641 tunnur

1.907 tunnur

 
Fyrirhugaðar framkvæmdir í Finnafirði fengu mikið rúm á fundinum.  Fullyrt var að ekki hefðu farið fram neinar rannsóknir á lífríki sjávar, þrátt fyrir að þarna ætti að byggja höfn byggða á úrgangi úr málmgrýti sem flutt yrði frá Grænlandi.   Umræðum lauk með samþykkt eftirfarandi ályktunar:
Aðalfundur Fonts  mótmælir harðlega öllum áformum um byggingu stórskipahafnar í 
Finnafirði og Gunnólfsvík.

Samkvæmt þeim hugmyndum sem fram hafa komið og birst í fjölmiðlum, þá munu aðal hrygningarstöðvar þorsks sunnan Langaness allt suður fyrir Glettinganes verða innan hafnar.

Merkingar Hafró hafa sýnt að fiskur merktur á hrygningarslóðinni í Finnafirði og Gunnólfsvík veiðist aðallega á svæðinu frá Langanesi suður undir Glettinganes.                                         Augljóst má vera að það er ekki tilviljun að þorskurinn velur sér þetta svæði til hrygningar.  Þarna eru einfaldlega bestu skilyrði til hrygningar þorsks sunnan Langaness.


P1090270.jpg
Aðalfundur Fonts telur einboðið að bygging hafnar í Finnafirði og Gunnólfsvík stefni  veiðistofni þorsks á svæðinu sunnan Langaness í verulega hættu.

Með byggingu hafnarinnar er afkomu félagsmanna Fonts stefnt í algjöra óvissu.
Aðalfundur Fonts gerir þá kröfu að nú þegar verði látið af öllum áformum í þessa veru.
Aðalsmerki smábátasjómanna eru umhverfis- og vistvænar veiðar þar sem fyllstu varúðar er gætt gagnvart náttúrunni.                                                                                                           

Eyðilegging stærstu hrygningarstöðva þorsks sunnan Langaness er umhverfisslys í sinni verstu mynd.
                                                                     Oddur Jóhannsson var endurkjörinn formaður Fonts