Fjórir nýir aðilar voru kosnir í stjórn LS á aðalfundi félagsins 13. og 14. október sl.
Á fundinum var samþykkt lagabreyting þannig að nú skipa stjórn LS 17 aðilar í stað 16 sem áður var. Einn aðili kemur frá hverju svæðisfélaga LS sem eru 16 talsins. Formaður er hins vegar kosinn sérstaklega án tilnefningar frá svæðisfélagi.
Steinar Skarphéðinsson kom sem 17. maður inn í stjórn sem fulltrúi Drangeyjar.
Kristján Torfi Einarsson Eldingu kom í stað Ketils Elíassonar.
Vigfús Ásbjörnsson Hrollaugi kom í stað Elvars Arnar Unnsteinssonar.
Einar Þorsteinn Pálsson Kletti kom í stað Óttars Más Ingvasonar.
Það kom í hlut Þorvaldar Garðarssonar varaformanns LS að kveðja þá þrjá aðila sem hurfu úr stjórn og veita þeim viðeigandi gjafir með þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu smábátaútgerðarinnar.