Í nýjasta blaði Fiskifrétta frá 20. október sl. er mikil og sterk umfjöllun um aðalfund LS. Fyrirsagnir fréttanna eru:
- „Krókakvótinn færist á færri hendur
- „Hagræðing og arðsemi fyrir hvern?
- „Er grásleppukarl að upplagi
Sá þáttur aðalfundarins sem hvað mest eftirvænting ríkti um, að undanskildu kjöri formanns, voru svör fulltrúa framboða til Alþingis við kröfu LS um breytingar á strandveiðikerfinu.
Fiskifréttir koma inn á þennan þátt fundarins –
„Fjölgun strandveiðidaga í fjóra í hverri viku er eitt af baráttumálum LS, sem kunnugt er, og var fulltrúum allra framboða fyrir komandi alþingiskosningar boðið á aðalfundinn til þess m.a. að svara þeirri spurningu hvort þeir styddu þessa tillögu LS.
Blaðið vitnar í ræðu framkvæmdastjóra LS –
„Örn rakti í ræðu sinni á fundinum hina miklu rimmu sem átti sér stað milli sjávarútvegsráðherra og strandveiðimanna á suður- og suðvestursvæðinu í sumar vegna tilflutnings afla þaðan á önnur svæði. Þegar upp var staðið fækkaði veiðidögum á því svæði milli ára úr 65 í 32. Alls stunduðu 664 bátar strandveiðar í ár og er það í fyrsta sinn síðan árið 2013 sem aukning verður eftir dálitla fækkun undanfarin ár.
Í eftirfarandi samantekt má sjá svör frambjóðendanna við spurningum LS:
Dögun:
Sigurjón Þórðarson, skipar 1. sæti í NV kjördæmi
Styður allar kröfur LS – vilja ekki hækka veiðigjöld
Píratar:
Smári McCarthy, í 1. sæti á lista Suðurkjördæmis
Fylgjandi öllum sjónarmiðum LS, bæta hiklaust við heimildir til strandveiða þannig að hægt verði að ná 5. mánuðinum inn.
Björt framtíð:
Valdimar Valdemarsson, oddviti í NV kjördæmi
„Ekki tilbúin í stjórnvaldsaðgerð um að flytja afla milli kerfa
Segir nei við kröfu LS um strandveiðar
Já við kröfum LS við afslátt af veiðigjaldi og frjálsum makrílveiðum að 16% hlutdeild.
Sjálfstæðisflokkurinn:
Jón Gunnarsson, situr í 3. sæti Suðvesturkjördæmis
„Aflaheimildir eru einhvers staðar teknar frá, verða að segja hvaðan viðbótin eigi að koma
Styður ekki kröfur LS.
Vinstri græn:
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í NV kjördæmi
„Vinstri grænir komu strandveiðum á barnið okkar – á að vaxa og dafna.
Styður kröfur LS um strandveiðar, afslátt af veiðigjaldi og frjálsar makrílveiðar.
Samfylkingin:
Össur Skarphéðinsson, í 1. sæti Reykjavík norður
„Væri ekkert strandveiðikerfi nema fyrir það að hér sat ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
Styður kröfur LS um strandveiðar, afslátt af veiðigjaldi og frjálsar makrílveiðar.
Viðreisn:
Jón Steindór Valdimarsson, í 2. sæti Suðvesturkjördæmis
Nei við kröfu LS um strandveiðar
Nei, já við kröfu LS um afslátt af veiðigjaldi fyrir þá sem ekki eru með vinnslu á bakvið sig
Nei, við kröfu LS við frjálsum makrílveiðum og 16% hlutdeild þeirra í heildarafla.
Framsóknarflokkurinn:
Gunnar Bragi Sveinsson, í 1. sæti NV kjördæmis
„Segir ekki já við því sem við krefjumst.
Finna út hvaðan á að taka aflann.