Á aðalfundi Hrollaugs sem haldinn var 27. september ákvað Elvar Örn Unnsteinsson formaður félagsins að gefa ekki kost á sér lengur. Vigfús Ásbjörnsson var kosinn formaður Hrollaugs með dynjandi lófaklappi. Myndin sýnir Vigfús (tv) taka við embættinu.
Eins og fram hefur komið hafa Hrollaugsmenn gengið hart eftir breytingum á strandveiðikerfinu. Strandveiðar verði heimilaðar
- alla mánudaga
- alla þriðjudaga
- alla miðvikudaga
- alla fimmtudaga
tímabilið í maí, júní, júlí, ágúst.
Hvatningarorð Hrollaugsmanna til smábátaeigenda:
- Höldum kröfum okkar lifandi í fjölmiðlum um land allt alla daga, hjá stjórnmálaflokkunum, þingmönnum og tilvonandi þingmönnum.
- Köllum eftir afstöðu þeirra áður en við kjósum.
- Berjumst allir sem einn, fyrir sömu kröfunni.
- Sendum fyrirspurnir á þá sem bjóða sig fram, förum í fjölmiðla og aukum umræðuna, verum sýnileg/ir og stöndum saman.
- Með markvissum aðgerðum LS, aðildarfélaga þess og strandveiðimanna allra munum við ná fram sanngjarnri kröfu okkar.
- Marserum í takt. Ekkert fær stöðvað þann fjölda sem kemur að útgerð 664 standveiðibáta.