Allt krökkt af ýsuseiðum

Hafrannsóknastofnun hefur gefið út ráðgjöf um veiðimagn á innfjarðarrækju á yfirstandandi fiskveiðiári.  Ráðgjöfin nær til veiða í Ísafjarðardjúpi, Arnarfirði, Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda og Öxarfirði.  
Aðeins verður heimilt að veiða á tveimur af þessum sex svæðum, í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi.  Ráðgjöfin í Arnarfirði er upp á 167 tonn og í Djúpinu er ráðlögð veiði 484 tonn.  Á báðum svæðunum er stofnvísitala undir meðallagi.   Það vekur athygli að veiðar í Djúpinu verða ekki leyfðar fyrr en magn ýsuseiða er komið niður að viðmiðunarmörkum – 800 einingar, en mælingar nú voru 4000 einingar.