Milljarða samdráttur til Rússlands

Á aðalfundi LS vakti Örn Pálsson framkvæmdastjóri athygli á erfiðleikum í sölu á makríl eftir að Rússlandsmarkaður lokaðist.  Í raun ætti það einnig við fleiri tegundir sem hefði þurft að finna markað fyrir.  Þótt tekiðst hefði að selja væru verð langtum lægri en Rússar hefðu greitt.
Örn tók dæmi af 4 tegundum:  Makríl, síld, loðnu og karfa.  
Taflan hér að neðan sýnir útflutning þesssara tegunda til Rússlands sem hlutfall af heildarmagni þeirra árin 2014 og 2015.

 

2014

2015

Makríll

34%

19%

Síld

44%

22%

Loðna

32%

16%

Karfi

21%

5%

Útflutningsverðmæti þessara magns árið 2014 var 23,3 milljarðar, en í fyrra skiluðu tegundirnar aðeins 9,8 milljörðum – mismunurinn 13,5 milljarðar.
Langmest munaði um makrílinn sem skilaði 9,12 milljörðum 2014 en í fyrra námu heildarviðskipti við Rússa með hann aðeins 2,7 milljörðum.
Screen Shot 2017-08-23 at 14.31.22.png
Screen Shot 2017-08-23 at 14.27.55.png