Vottunarverkefni viðurkennt

Vottunarverkefni Ábyrgra fiskveiða hefur verið viðurkennt af alþjóðlegum samvinnuvettvangi verslanakeðja, félagasamtaka, sérfræðinga og opinberra alþjóðlegra stofnana (GSSI).  
Markmiðið með starfsemi GSSI er auka gagnsæi vottunar og auðvelda samanburð og efla þannig traust og stuðla að upplýstu vali í viðskiptum með vottaðar sjávarafurðir.  
logo RGB 72dpi.jpg
Ábyrgar fiskveiðar ses var stofnað í febrúar 2011.  Tilgangur félagsins er að eiga og annast rekstur vörumerkja um ábyrgar fiskveiðar, gerð og viðhald samninga um vottun ábyrgra fiskveiða, miðlun upplýsinga um fiskveiðar Íslendinga með sérstaka áherslu á kaupendur og neytendur íslenskra sjávarafurða og önnur skyld verkefni. Markmið félagsins er að stuðla að og viðhalda ábyrgum fiskveiðum til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir.
Stofnendur félagsins eru Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi – SFS (áður LÍÚ og SF)