Á fyrstu 9 mánuðum ársins nemur útflutningsverðmæti grásleppuafurða 1,5 milljarði. Það er mikill samdráttur miðað við sama tímabil í fyrra þegar verðmætin voru komin í 2,1 milljarð.
Mestur er munurinn í sölu á grásleppukavíar. Þar er magnið ekki svipur hjá sjón miðað við sl. ár og þó verðhækkun hafi orðið vantar 285 milljónir til að verðmætin séu þau sömu og í fyrra.
Af frystri grásleppu hefur einnig selst minna og þar er sömu sögu að segja með verð það lækkar milli ára.
Aukning hefur hins vegar orðið í sölu á söltuðum hrognum og svarar magnið nú til um 6.200 tunna. Þar hefur verð lækkað milli ára.
Það er þó ljós í myrkrinu þar að eftirspurn er eftir hrognum og útflutningsverð fór hækkandi þegar leið á árið.