Fyrsta tímabili línuívilnunar lýkur 30. nóvember nk. Aflaviðmiðun mun duga og færist það sem ekki nýtist yfir á næsta tímabil sem hefst 1. desember og stendur út febrúar. Auk þorsks, ýsu og steinbíts tekur línuívilnun nú einnig til karfa, löngu og keilu.
Það sem af er fiskveiðiárinu hafa alls 112 bátar fengið línuívilnun. Heildarfjöldi sjóferða er 1.664 og hefur aflanum verið landað á alls 37 höfnum.
Þegar aflatölur voru skoðaðar í lok dags var staða tímabilsins 1. september – 30. nóvember þannig:
|
Viðmiðun |
Afli |
Mismunur |
Þorskur |
1.080 tonn |
613 tonn |
467 tonn |
Ýsa |
493 tonn |
337 tonn |
156 tonn |
Steinbítur |
33 tonn |
10 tonn |
23 tonn |
Karfi / gullkarfi |
10 tonn |
5 tonn |
5 tonn |
Langa |
72 tonn |
15 tonn |
57 tonn |
Keila |
31 tonn |
5 tonn |
26 tonn |