Skipað hefur verið í ráðgjafarnefnd Hafrannsóknstofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna. Nefndinni er ætlað að vera forstjóra til ráðuneytis um langtímastefnumótun starfseminnar og jafnframt vera tengiliður við hagsmunaaðila um fagleg málefni.
Fulltrúi LS í nefndinni er Örn Pálsson.
Formaður nefndarinnar er Ágúst Einarsson.
Hafrannsóknastofnun – Rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna varð til við sameiningu Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar og tekur við öllum skyldum og hlutverkum þeirra.
Forstjóri er Sigurður Guðjónsson.
Um stofnunina segir á heimasíðu:
Stofnunin verður í fremstu röð í haf- og ferskvatnsrannsóknum á norðurslóðum þar sem:
- nýtingaráðgjöf nytjastofna með visterfisnálgun verður höfð að leiðarljósi
- vöktun vistkerfa í hafi og ferskvatni verður til fyrirmyndar og rannsóknir og þróun í fiskeldi í sátt við náttúru
Ráðgjafarnefndin er þannig skipuð:
• Ágúst Einarsson formaður, skipaður af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
• Sesselja Bjarnadóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
• Erla Björk Örnólfsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu
• Heiðdís Smáradóttir, tilnefnd af Landssambandi fiskeldisstöðva
• Örn Pálsson, tilnefndur af Landssambandi smábátaeigenda
• Ragnheiður Thorsteinsson, tilnefnd af Landssambandi stangaveiðifélaga
• Sveinbjörn Eyjólfsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga
• Kristján Þórarinsson, tilnefndur af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
• Árni Bjarnason, tilnefndur sameiginlega af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og
Sjómannasambandi Íslands