Skyndilokanir í verkfalli

Hafrannsóknastofnun gefur nú út hverja skyndilokunina á fætur annarri.  Þann 13. janúar var næstum búið að fylgja dagafjölda frá áramótum – alls 12 lokanir höfðu þá komið til framkvæmda.
Ekki hefur tekist að ná upplýsingum af vefsvæði Hafró né hafogvatn.is til að bera saman við árið í fyrra.  Hins vegar kemur fram í frétt hér á heimasíðunni þann 18. febrúar 2015 að þá hafði verið lokað 13 sinnum frá áramótum eða aðeins einni fleiri en nú á fyrstu 13 dögum ársins.  
Það er því hægt að segja með nokkurri vissu að nú sé aldeilis tekið til hendinni varðandi friðun á Íslandsmiðum.