Lokið er leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til að mæla stærð loðnustofnsins. Samkvæmt fyrri mælingum var vart hægt að búast við að nægjanlegt magn mundi mælast í leiðangrinum, hann mundi aðeins staðfesta að loðnuveiðar yrðu ekki heimilaðar á vertíðinni 2016/2017. Það kom því skemmtilega á óvart að mælingar á stofninum sýna allt annað og betra en búist var við.
Í fyrri ferðinni yfir svæðið sem mælt var varð niðurstaðan 398 þúsund tonn af kynþroska loðnu og í þeirri síðari mældust 493 þúsund tonn. Meðaltal með tilliti til mæliskekkja gaf 446 þúsund tonn.
Niðurstaðan heimilar stjórnvöldum að leyfa veiðar á allt að 57 þúsund tonnum, en það er það magn sem aflaregla gefur. Samkvæmt henni skal skilja eftir 150 þúsund tonn til hrygningar með 95% líkum. Við útreikninga er m.a. tekið tillit afrán þorsks, ýsu og ufsa.
Samkvæmt frétt í Fiskifréttum koma 12.155 tonn í hlut Íslendinga
Sjá nánar umföllun um loðnu