Grásleppan yfir 2 milljarða

Útflutningsverðmæti þess sem grásleppan leggur til varð um 2,1 milljarður á síðasta ári.  Er það annað árið í röð sem sú gráa slær í gegnum 2 milljarða múrinn.
Vöruflokkarnir eru þrír.   Frosin grásleppa, söltuð grásleppuhrogn og grásleppukavíar.
Kavíarinn skilaði mestum verðmætum tæpum 900 milljónum, söltuð hrogn tæpum 700 og frosin grásleppa rúmum hálfum milljarði.  Miðað við þróun gengis og samdrátt í veiðum milli ára kemur ekki á óvart að heildarverðmæti hafi lækkað um 6,9%.
Aukning varð í sölu á kavíar og söltuðum hrognum, en samdráttur í útflutningi á frosinni grásleppu.  
Frakkland er langstærsti kaupandinn á kavíar, en þangað fór yfir 80% og varð góð aukning milli ára.  Svíar keyptu hins vegar mest þjóða af söltuðum hrognum, nálægt helmingi alls sem flutt var úr landi.  Kínverjar eru eins og áður með bróðurpartinn af allri grásleppunni.
16252088_1215556698531262_7452736848909600363_o.jpg